A STAR IS BORN
Sep
13
8:00 PM20:00

A STAR IS BORN

STAR IS BORN - BANNER1.jpg

Það er okkur sönn ánægja að kynna til leiks sannkallað stórskotalið á Tónlistarsviðnu sem mun heimsækja okkur á Bryggjuna í September.

Kvikmyndin A STAR IS BORN kom út á síðasta ári og er óhætt að segja að myndin hafi slegið í gegn. Hún var tilnefnd til 8 óskarsverðlauna og 4 Golden Globe verðlauna. Lady Gaga vann óskarinn og Golden globe fyrir lagið “Shallow” ásamt því að vinna Grammy verðlaun fyrir besta lag í kvikmynd.

A STAR IS BORN er hlaðin frábærri tónlist og eru þegar nokkur lög búin að fara á íslenska topplista.

Meðal laga sem verða flutt eru: Shallow, Always remember us this way, I´ll never love again.

Tónlistin verður flutt af okkar fremsta tónlistarfólki á Bryggjunni Grindavík.

Hljómsveitina skipa:
Svenni Þór – Söngur og Gítar
Stefanía Svavarsdóttir – Söngur
Benedikt Brynleifsson – Trommur
Ingi Björn Ingason – Bassi
Pétur Valgarð Pétursson – Gítar
Helgi Reynir Jónsson – Piano og Gítar

Miðar verða í forsölu á https://tix.is/is/event/8396/a-star-is-born/ á 3.990 kr og 4.500 við dyrnar.

View Event →
Svavar Knútur á Bryggjunni
Oct
24
8:00 PM20:00

Svavar Knútur á Bryggjunni

Svavar Knútur söngvaskáld hefur getið sér gott orð bæði fyrir sína eigin frumsömdu tónlist og fyrir nálgun sína á sígild íslensk sönglög. Hann hefur vakið athygli fyrir vald sitt á samspili söngs og hljóðfæris – aðalsmerki trúbadorsins – sem og skemmtilega sagnamennsku milli laga. Einlægni og hlýja ráða ríkjum í tónlist Svavars Knúts, sem þó er krydduð með húmor inn á milli. Hann hefur ferðast víða um heim með tónlist sína og notið mikillar velgengni í Evrópu sem og heima fyrir. Svo er hann líka ættaður frá Grindavík af Járngerðarstaðaætt.

Miðaverð í forsölu á https://tix.is/is/event/8395/svavar-knutur-a-bryggjunni/ 1.500 kr og 2.000 við dyrnar.

View Event →
Jónína Ara - Ljúft og notalegt
Nov
7
8:00 PM20:00

Jónína Ara - Ljúft og notalegt

Jónina Aradóttir er söngkona og lagasmiður búsett í Noregi þar sem hún vinnur að tónlist sinni. Hún verður á tónleikaferðalagi í október og nóvember á íslandi. Hún hefur komið víða fram, á Íslandi, Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún gaf út sína fyrstu smáskífu 2013, og plötuna Remember haustið 2019. Á tónleikunum sem verða lágstemmdir, deilir Jónína með áhorfendum nokkrum vel völdum lögum úr lagasafni sínu í bland við falleg íslensk dægurlög.

Miðaverð í forsölu 1.500 kr á https://tix.is/is/event/8395/svavar-knutur-a-bryggjunni/ og 2.000 kr við dyrnar.

Jonina Aradottir is a singer songwriter currently living in Norway where she works on her music. Jonina will be touring in October and November in Iceland, and she as performed in Iceland, Europe and the United States. Jonina released her first single in 2017, and the LP Remember in the fall of 2019. The concert at Bryggjan Grindavik will be low key and cozy, where Jonina will share selected songs from her collection with the audience, along with some well known Icelandic classics.

Tickets on presale on https://tix.is/is/event/8395/svavar-knutur-a-bryggjunni/ at 1.500, and 2.000 kr at the door.

View Event →

Opið svið á Bryggjunni
Aug
2
8:00 PM20:00

Opið svið á Bryggjunni

opið svið.jpg

OPIÐ SVIÐ SNÝR AFTUR Á BRYGGJUNA
Föstudagskvöldið 2. ágúst verður gamla góða Bryggjustemningin endurvakin með sérstöku hátíðar Opnu Sviði í Netagerðinni, hinum nýja glæsilega tónleikasal Bryggjunnar í Grindavík.
Dagskráin byrjar kl. 20:00 og stendur til kl. 23:00. Tónlistarmennirnir Halldór Lárusson trommuleikari, Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari & Þorgils Björgvinsson alltmögulegtleikari munu leika og er gestum og gangandi velkomið að stíga á svið með þeim félögum og taka lagið. Svo má einnig segja sögur, spjalla, leysa lífsins vanda og koma með óskalög að sjálfsögðu. Þeir félagar eru öllu vanir enda eru Opnu Sviðin orðin á fimmta tuginn síðan þau hófust 2013 og hafa notið fádæma vinsælda.

AÐGANGUR ÓKEYPIS á meðan húsrúm leyfir.

OPEN MIC NIGHT AT BRYGGJAN.
Bryggjan started a tradition in 2013 where a trio of musicians play popular spongs on request and members of the audience join them on stage to perform. The previous Open Mic nights are close to 50 and this tradition will be revisited on Friday night August 2nd, starting at 8 pm in the new Netagerðin Concert Hall at Bryggjan.

ADMISSION IS FREE

View Event →